myspace analytics
Dagur græðara

Í tengslum við 10 ára afmæli BÍG verða kennd örnámskeið og haldin ráðstefna um ýmislegt sem viðkemur heilsu helgina 3.- 5. september 2010 á Grand Hótel Reykjavík.

Á svæðinu fyrir framan fyrirlestrasalinn verða að finna bæklingaborð frá aðildarfélögunum sem standa að BIG, en þau eru alls níu, með fróðleik og kynningu á þeirra starfsemi. Einnig verða þar sölu– og kynningarborð með vöru sem tengist heilsu og heilbrigði og verður það svæði opið öllum.

Í tilefni þessara tímamóta var ákveðið að gefa út afmælisrit sem verður fullt af frábærum greinum frá aðildarfélögunum, auk annarra greina um efni sem tengist okkar fögum á einn eða annan hátt.


Ráðstefna 4.og 5. september


Í tilefni af 10 ára afmæli Bandalag íslenskra græðara stendur bandalagið fyrir tveggja daga ráðstefnu á Grand Hótel 4. og 5. September 2010
Fundarstjóri: Preben Jón Pétursson, FÍHN
Aðgangur: Laugardagur kr.- 4.000, sunnudagur kr.- 3.500, helgin kr.- 6.500


Laugardagur 4. septemberKl.09:00 – 09:10
Setning: Anne May Sæmundsdóttir, formaður BIG

Kl.09:10 – 09:50
Fyrirlesari: Sveinn Geir Einarsson, MD, PhD
Yfirlæknir svæfingadeild St Jósefsspítali
Fyrirlestur: Eiga aðildarfélög BÍG samleið með öðrum heilbrigðisstéttum Bandalag íslenskra græðara eru hagsmunasamtök margra óhefðbundinna sérgreina. Bakgrunnur þessara mismunandi sérgreina er gjörólíkur. Mætti hugsanlega auka sóknarkraft hinna mismunandi sérgreina með endurskipulagningu þar sem greinar sem klárlega eiga samleið mynduðu með sér sín eigin hagsmunasamtök ? Gæti það opnað dyr að aukinni samvinnu hefðbundinna og óhefðbundinna heilbrigðisstétta ? Væri það til bóta ?

Kl.10:00 – 10:20
Fyrirlesari: Stefanía Ólafsdóttir, formaður félag höfuðbeina- og spjaldhryggsjafnara (CFÍ)
Fyrirlestur: Craníó og blómadropar
Fjallað er um hvernig blómadropar geta flýtt fyrir og stutt við bataferli þegar um vefræna tilfinningalosun er að ræða í höfuðbeina- og spjaldhryggjajöfnun.

Kl.10:30 – 10:50
Hlé

Kl.10:50 – 11:30
Fyrirlesari: Hallgrímur Magnússon, læknir
Fyrirlestur: Sýru og basa jafnvægi líkamans og mikilvægi þess fyrir góða heilsu, hvernig við eigum að vinna með það.

Kl. 11:40 – 12:00
Fyrirlesari:Arnhildur S. Magnúsdóttir, Samband svæða og viðbragðsfræðinga á Íslandi (SSOVI)
Fyrirlestur: Face lift massage, Andlitsnudd
Hvernig förum við að því að halda húðinni okkar unglegri?
Hverjir eru helsti áhrifaþættir á hrukkumyndun?
Hvernig fyrirbyggjum við hrukkur?
Hvernig getum við haft áhrif á endurnýjun húðarinnar og endurheimt aftur náttúrulegan æskuljóma?


Kl.12:10 – 13:40
Matarhlé


Kl. 13:40 – 14:00
Fyrirlesari: Ragnhildur Richter
Fyrirlestur: NLP – stutt kynning NLP er skammstöfun fyrir Neuro-Linguistic Programming og fjallar um hvernig við meðtökum og vinnum úr reynslu og notum tungumálið til að öðlast á henni skilning og flokka hana í kerfi. Ég mun í stuttu máli kynna grunnhugmyndir NLP og hvernig hægt er að nota NLP til að breyta ýmsu sem við viljum breyta í eigin lífi og í samskiptum við aðra með það að leiðarljósi að hafa betri stjórn á eigin lífi og efla samskipti við aðra. Til dæmis getum við notað NLP til að breyta upplifun okkar á neikvæðri reynslu því þótt við getum ekki breytt því sem gerðist í fortíðinni getum við breytt upplifun okkar og því hvaða áhrif við látum reynsluna hafa á framtíð okkar.


Kl. 14:10 – 14:30
Fyrirlesari: Ágústa Andersen, hómópati og nálastungufræðingur, Organon fagfélag hómópata.
Fyrirlestur: Bara það besta fyrir börnin - Hómópatía er einföld en áhrifarík lausn við ýmsum kvillum sem hrjá þau minnstu okkar. Ágústa fer yfir hvernig læra má að þekkja algengar hómópatískar remedíur fyrir heil og sæl börn!

Kl. 14:40 – 15:00
Fyrirlesari: Selma Júlíusdóttir, skólastjóri Lífsskólans, Aromatherpyskóla Íslands (ATFI)
Fyrirlestur: Inflúensuvírusar og hvað er til ráða gegn þeim í óhefðbundnum lækningum

Kl.15:10 – 15:40
Hlé

Kl. 15:40 – 16:20
Fyrirlesari: Edda Magnúsdóttir,
Sölustjóri Matvælasviðs
Fyrirlestur: Hvað er hráfæði og hvað getur það gert fyrir mig, útskýringar á hvað sé hráfæði og hvernig það nýtist okkur í leið að bættri heilsu.

Kl.16:30 – 17:00
Fyrirlesari: Gitte Larsen, félag lithimnufræðinga (FL)
Fyrirlestur: Heimspeki náttúrulækninga þar sem reifaðar eru grunnhugmyndir náttúrulækninga og hvernig litið er á heilsu og sjúkdóma útfrá náttúrulækningum ólíkt því hvernig læknisfræðin horfir á sjúkdóma og lausnir.
(fyrirlestur á ensku)

Sunnudagur 5. septemberKl.10:00 – 10:10
Preben Jón Pétursson, FIHN


Kl.10:10 – 10:30
Fyrirlesari: Þuríður S. Árnadóttir, Sjúkraþjálfari og höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferðaraðili. CraníóSacral félag Íslands (CSFÍ)
Fyrirlestur: Hefur höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferð áhrif á mígreni?
Áhrif höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferðar á mígreni var skoðuð með því að 20 einstaklingar með mígreni fengu 6 höfuðbeina- og spjaldbeinsmeðferðir á 3-4 vikum. Marktæk áhrif voru á meðferðinni strax eftir meðferðartímann og einum
mánuði eftir að meðferð lauk. Áhrif meðferðarinnar var í meðallagi sem er í samræmi við aðrar meðferðir sem notaðar eru innan sjúkraþjálfunar.

Kl.10:40 – 11:20
Fyrirlesari: Kristbjörg Kristmundsdóttir
Fyrirlestur: Íslenskir Blómadropar, Jurtir og Jóga
Kristbjörg Kristmundsdóttir fjallar um þann ótrúlega kraft sem íslensk náttúra býr yfir, hvernig þessi kraftur nýtist okkur í formi blómadropa og hvað orka jurtanna og jóga eiga sameiginlegt. Fyrirlestur fyrir alla þá sem vilja auka líkamlegt heilbrygði sitt og losna undan áþján tifinningasveiflna, erfiðra hugsana og streitu.
Kristbjörg hefur gert íslenska blómadropa í upp undir 30 ár og rekur Jóga og Blómadropaskóla Kristbjargar - skóla ljóss og friðar.

Kl.11:30 – 11:50
Fyrirlesari: Guðný Halla Gunnlaugsdóttir

Fyrirlestur: Ilmur móðurinnar á friðarleið
Ilmur móðurinnar reykelsi eru ein af fáum vörutegundum í heiminum sem innihalda 5 frumefni.
Söfnun vírusa inná frumefnin. Vírusvörnin heilög þrenning.
Friðarleið:
Innri leiðin er: Sunray- grunnhugleiðsla er undirstöðuæfing.
Ytri leiðin er: Ywahoo - dans höfuðáttanna.

Kl.12:00 – 13:40
Matarhlé


Kl.13:40 – 14:20
Fyrirlesari: Vilborg Halldórsdóttir, lyfjafræðingur hjá Lyfjastofnun
Fyrirlestur: Lög og reglugerðir er gilda um heilsutengdar vörur og auglýsingar á þeim hér á landi.
Heilsutengdar vörur falla undir mismunandi lög og reglugerðir eftir eðli þeirra og eiginleikum og því gerðar mismunandi kröfur til framleiðslu þeirra og markaðssetningar. Í fyrirlestrinum verður farið yfir helstu atriði og stiklað á stóru um hvað þau fela í sér. Enn fremur verður farið yfir takmarkanir sem löggjafinn setur á auglýsingar á heilsuvörum sem og hvaða takmarkanir eru á innflutningi einstaklinga á heilsutengdum vörum.

Kl. 14:30 -15:00
Fyrirlestari: Þóra Jenný Gunnarsdóttir
PhD, MS, lektor við Hjúkrunarfræðideild HÍ.
Fyrirlestur: Afturbati-Healing crisis
Í erindinu verður skoðað hvaða fyrirbæri afturbati (healing crisis) er og kynnt hvernig slíkt birtist í meðferðarrannsókn sem var gerð á áhrifum svæðanudds á vefjagigt. Fjallað verður um erfiðleika við að meta hvort afturbati sé hluti af einkennum eða bein áhrif meðferðar og þeirri spurningu varpað fram hvort þau séu nauðsynlegur hluti af bataferli.Verðskrá vegna ráðstefnu.


Föstudagur 3. september frá 13 til 17.
Salur: Hvammur 4 hæð.
Örnámskeið kr. 5.000,-
Stakur dagur ráðstefna laugardagur kr. 4.000,-
Stakur dagur ráðstefna sunnudagur kr. 3.500,-

Pakkaverð.
Helgarpakki kr. 6.500,- Helgarpakki og örnámskeið kr. 10.000,-
Árshátíð kr. 6.500,-
Helgarpakki, örnámskeið og árshátíð kr. 16.500,-
Fullt verð kr. 19.000,- sem sagt kr. 2.500,- afsl

Fyrirframgreiðsla
Greiðsla leggist inn með nafni og fyrir hvaða atburð eða pakka er verið að greiða. Kt. 521200 2190 b. 525 26 521200
Einnig er hægt að greiða verð við innganginn.Örnámskeið í tenglsum við Dag græðara.


27.07.2010
Þann 3.September verður boðið upp á Örnámskeið.Kennarar á örnámskeiðunum eru Dr. Martine Faure - Alderson, D.O, Hjalti Freyr Kristinsson heilsunuddari, kerfisfræðingur og leiðbeinandi og Haraldur Magnússon osteópati B.Sc. Hægt er að panta miða í gegnum tölvupósttfangið erna@kopur.is. eða greiða andvirði miðans inn á reikninginn
b. 525 26 521200 Kt. 521200 2190. Allar nánari upplýsingar um örnámskeiðið er hægt að nálgast hér.

Samstarfsaðilar að Degi græðara.
Auglysing Lifsskolinn Bigauglysing2-3


NM35397 angelica_augl_151x150_(2) 10 2008

IMMA
www.hamingjulindin.islogo
www.puls.ishealinghealers_140x208
www.healinghealers.comBylgju dagar.


Í tilefni af Ráðstefnuhelgi Bandalagsins verða Bylgjudagar frá því í fyrra endurteknir. Eftirtaldir aðilar veita afslátt í vikunni fyrir og eftir.

Heilsu og hamingjulindin, Lágafellslaug býður frían meðferðartíma að verðmæti 5500 krónur fyrir þá sem panta og greiða 3 tíma heilsuráðgjöf dagana 6.-10. September 2010. pöntunarsími 6990858.
Hemisync tilboð: 4 diskar á verði 3 meðan ráðstefnan stendur.


Dagur græðara 2009


Fimmtudaginn 1. október var
fylgiblaði dreift með Fréttablaðinu með ýmiss konar umfjöllun um heilbrigði og þá starfsemi sem græðarar stunda. Í blaðinu birtist heilsíðuauglýsing með nöfnum allra skráðra græðara.
Laugardaginn 3. október var fyrirlestradagskrá á Hótel Loftleiðum. Flutt voru fimmtán erindi um fjölbreytt viðfangsefni á borð við raka í húsnæði, samanburð á mataræði til forna og að nýju, rannsóknir á heildrænum meðferðum, ilmolíur, elementin fimm, fréttir af Norðurlandasamstarfinu o.m.fl. Sölu- og kynningarbásar voru í anddyri þar sem margt spennandi gat að líta.
Í tengslum við daginn voru svo græðarar víðs vegar um landið með kynningar- og tilboðsdaga.

Myndir frá degi græðara 2009
Pasted Graphic 2Pasted Graphic 1Pasted Graphic 3Pasted Graphic 4