Fundarefni stjórnar BÍG 2012-2013

22. apríl 2013
Nú þegar hefur verið sent bréf til Velferðarráðherra með ósk um viðtal. Tilefnið er undirbúningur að stofnun Fræðaseturs.
Guðrún Ólafsdóttir (Gigga) NSK fulltrúi gerir grein fyrir skýrslum af fundi NSK í Brussel í nóvember 2012.
Í aðdraganda Alþingiskosninga 2013 var sent bréf til allra stjórnmálaafla sem gefa kost á sér í Alþingiskosningum, með spurningum sem varða málefni græðara.

Fundurinn samþykkti að leggja fyrir eftirfarandi spurningar:

1. Afstaða stjórnamálaaflsins til heildrænna meðferða?
2. Afstaða til niðurfellingar á VSK af heildrænum meðferðum hjá *skráðum græðurum, til hagsbóta fyrir skjólstæðinga okkar?
3. Afstaða og vilji stjórnmálaaflsins til fyrirbyggjandi aðgerða til lækkunar kostnaðar í heilbrigðiskerfinu? Ásamt annarri lýðheilsu?
4. Afstaða ykkar til að koma á fót **Fræðasetri, eins og kveðið er á um í skýrslu ráðherra frá 2005 þegar Lög um græðara voru samþykkt á Alþingi?
5. Afstaða til samstarfs Bandalags íslenskra græðara við Norðurlönd, auk Evrópusamstarfs?
6. Er vilji til að auðvelda innfluting aðfanga til notkunar við heildrænar meðferðir?
7. Afstaða ykkar til erfðabreyttrar ræktunar og matvæla?

*Skráðir græðarar eru þeir sem hafa uppfyllt kröfur opinbers skráningarkerfis græðara sem kveðið er á um í lögum alþingis um græðara nr. 34/2005 og reglugerð nr. 876 um starfsábyrgðartryggingu græðara og nr. 877 um frjálst skráningarkerfi fyrir græðara.
**,,Komið verði á fót fræðasetri með aðkomu græðara og ólíkra greina á sviði hugvísinda, félagsvísinda, heilbrigðisvísinda og raunvísinda þar sem fram fari þverfaglegar rannsóknir á gildi heilsutengdrar þjónustu græðara." (úr skýrslu ráðherra frá 2005).


4. mars 2013
Staða bókhalds er rædd.
Þær tillögur sem hafa borist að Reglugerð um Heilsufarsskýrslur eru ræddar. Viðbót við reglugerðina að fyrirmynd NSK landa er einnig rædd.
Hækkun árgjalda til BIG sem samþykkt var á aukaþinginu í nóvember 2012 þarf að kynna innan aðildarfélagana fyrir aðalfundi vorsins.
Framtíðar skipulag á "Degi græðara" er einnig lauslega rætt.

4. febrúar 2013
Heilsubrú gerir grein fyrir samráðsfundi vegna samstarfs skráðra græðara við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.
Reglugerð um heilsufarsskýrslur vegna heilsutengdrar þjónustu græðara er enn í mótun og formenn aðildarfélagana beðnir að upplýsa sitt fólk til að gefa tækifæri á athugasemdum og tillögum við reglugerðina.
Undirbúningur fyrir "vorfagnað" BIG þann 22. febrúar og Vorþing BIG í maí er hafinn.


7. janúar 2013
Gert er grein fyrir stöðu reikninga félagsins við áramót og fjárhagsáætlun 2013 er rædd. Á þessum fundi er nokkuð rætt um þær tillögur sem Guðmundarnefndin lagði fram á sínum tíma (2005) um rannsóknir og kynningar á heilsutengdri þjónustu græðara, stofnun Fræðaseturs og samstarf skráðra græðara við Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði.
Eftir vel heppnaða jólagleði í enda nóvember, er ákveðið að efna til "vorfagnaðar" (með hækkandi sól... fagnaður) þann 22. febrúar 2013 ;-)


13. nóvember 2012
Fjáhagsáætlun fyrir árin 2012 og 2013 er lögð fyrir fundinn.
Ákveðið er að halda jólagleði BIG þann 23. nóvember 2012 að Köllunarklettsvegi 1. Þessi viðburður verður auglýstur betur síðar innan aðildarfélagana.


8. október 2012
Drög að reglugerð um meðferð gagna og upplýsinga vegna heilsutengdrar þjónustu græðara er rædd. Samstarf skráðra græðara við Heilsustofnun NLFÍ er hafið og verður kynningarfundur á samstarfinu þann 1. nóvember 2012, klukkan 20.00. Staða bókhalds er einnig rædd og skipulag aukaþings í nóvember.

2. apríl 2012
Undirbúningur fyrir ársþing, formannafundur, bókhald bandalagsins og skráningarkerfisins.

19. mars 2012
DG, bréf frá Organon, reglugerðarnefnd lagabreytingar, þing, heimasíða, lyfjaráðstefna, bílastyrkur, VSK nefnd, kynning á bandalaginu.

6. febrúar 2012
Reglugerð um meðferð sjúkraskýrslna, Fulltrúar í DG nefnd frá félögum, skyndihjálparnámskeið,skráningarkefið 3 úrsagnir og nýskráning utanfélags,ársþing 2012, fagráð, VSK,NSK,ræsting á sameign,HNLFÍ samstarf,þjónustugjald fyrir skráða græðara,staða BÍG, heimasíða.

9. janúar 2012
Bókhald og fjárhagsstaða, þjónustugjald fyrir skráða græðara, staðfesting á nafnabreytingu FL í Heilsu- og lithimnufræðafélagið HLF, reglugerð um varðveislu sjúkraskýrslna.

Fundarefni stjórnar BÍG 2011-2012 


12. desember 2011
Boð um þáttöku á fundi hjá Velferðarráðuneyti vegna lyfjastefnu til ársins 2020, okkar sjónarmið eru þau að það vantar betra og í sumum tilfellum alveg aðgengi að smáskammtalyfjum og náttúrulyfjum fyrir fagfólk að miðla. Mjög heftur aðgangur nú samkvæmt lyfjalögum t.d. hjá hómopötum og grasalæknum BIG mun senda sína fulltrúa á þennan fund.

7. nóvember 2011
Hanna Sigurðadóttir nýr gjaldkeri félagsins,farið yfir reglugerð um meðferð sjúkraskýrslna,upplýsingar um NSK félagsgjöld og næstu fundi, reikningur vegna skráninga í skráningarkefið, DG felldur niður árið 2011, VSK mál og bílastyrkur.

6. október 2011
Farið lauslega yfir reikninga síðasta árs en leiðréttinga er þörf, enþá vantar fulltrúa í DG nefnd og lítill tími til stefnu.

5. september 2011
Fjármunir skráningarkerfis hver á styrkin frá Heilbrigðisráðuneytinu, umsókn um græðara utanfélags, bréf til ríkisskattstjóra vegna VSK, kynning á starfssviði menntanefndar, fyrirspurn frá Ólafi Bragasyni, Birna Imsland og Lilja Oddsdóttir hafa sagt af sér störfum í VSK nefnd, vantar fulltrúa í NSK, laganefnd, VSK og DG nefnd, ferð Anne May á NSK fund, fundagerð bandalagsþings, Sonja kynnti störf DG nefndar

4. apríl 2011
Yfirferð á eldri fundargerðum, sjúkraskýrslur, heimasíða,menntanefnd þ.e fulltrúar í hana og tilgangur nefndarinnar, skráningarkefið.

21. mars 2011
Bréf frá Organon, bréf frá ATFÍ, þrif á sameign, umfjöllun um sjúkraskýrslur,Sonja fór yfir greiðslur frá aðildarfélögunum.

7. febrúar 2011
Nám Heilsumeistaraskólans, þýðingar á lögum um skráða græðara yfir á ensku, umsóknir um skráningu sem skráður gærðari, persónuvermd vegna sjúkraskýrslna, þrif á sameign, ársþing 2011, NSK fulltrúi hættir, nefnd um nám, farið yfir fréttabréf.

3. janúar 2011
Farið yfir DG 2010, bréf frá ATFÍ, NSK varafulltrúi, fréttabréf, hvernig eiga óhefðbundnar lækningar erindi inn í heilbrigðiskerfið.

Fundarefni stjórnar BÍG 2010-2011 


4. apríl 2010
Yfirferð á eldri fundargerðum, sjúkraskýrslur, heimasíða,menntanefnd þ.e fulltrúar í hana og tilgangur nefndarinnar, skráningarkefið.

Fundarefni stjórnar BÍG 2009-2010 

14. apríl 2010
Skráningarkerfið, fundur með fulltrúa Heilbrigðisráðuneytis, ársþing 2010, NSK, reikningar, dagur græðara 2010, gamlar fundargerðir, nefndir, heimasíða.

25. mars 2010
Ársþing 2010, dagur græðara, NSK-fundur í maí, skráningarkerfið, væntanleg formannsskipti.

24. febrúar 2010
Nefndir, ársþing, skráningarkerfið, NSK.

1. febrúar 2010
Ársþing 2010, norræna samstarfið, ráðstefna í Tromsö 2010, skráningarkerfið, dagur græðara, heimasíða BÍG, nám í sjúkdómafræði, laganefnd.

16. nóvember 2009, formannafundur
Minning, dagur græðara, ársþing 2010, norræna samstarfið, ráðstefna í Tromsö 2010, nefndir, bréf frá Katrínu Jónsdóttur, 9 ára afmæli BÍG, tilhögun stjórnar- og formannafunda.

19. október 2009
Dagur græðara, skýrsla NSK-fulltrúa, nefndir, skýrsla ritara.

31. ágúst 2009
Dagur græðara, fjölmiðla- og kynningarnefnd, árshátíð græðara, NSK-fundur.

18. ágúst 2009
Formannabréf, markmið stjórnar, NSK, dagur græðara, heimasíða BÍG, fundargerðir, skráningarkerfið.

16. júní 2009, stjórnarskiptafundur
Skráningarkerfið, nefndir, NSK/afmælishátíð.

Fundarefni stjórnar BÍG 2008-2009 

11. maí 2009
NSK-nefndin, upplýsingar frá gjaldkera, ársþingið, nám í siðfræði og löggjöf heilbrigðisstétta, skráningarkerfið.

20. apríl 2009
NSK, ársþing 2009, skráningarkerfið.

23. mars 2009, fundur með undirbúningsnefnd NSK og dags græðara
Undirbúningur NSK-fundar á Íslandi, mannaskipti í stjórn, skráningarkerfið, skyndihjálparnám, siðfræði og löggjöf heilbrigðisstétta.

23. febrúar 2009
Skráningarkerfið, undirbúningur NSK-fundar á Íslandi, undirbúningur ársþings BÍG, kynningarstarf, Heilsuhringurinn, spjallsvæði, nám í siðfræði og löggjöf heilbrigðisstétta, niðurfelling starfsábyrgðartryggingar, niðurfelling virðisaukaskatts.

26. janúar 2009
Fundargerðir, skráningarkerfið, Heilsuhringurinn, NSK, stjórnarfundir.

17. nóvember 2008
Ársþing og hópvinnuþing, umræður um aðild Íslendinga að ESB, ritari skráningarkerfis, kynningar á græðurum, virðisaukaskattur, möppur fyrir stjórnarfólk, leiga á skrifstofuaðstöðu, verklagsreglur fyrir NSK-starfið.

30. október 2008, formannafundur
Starfið framundan, bréf frá ATFÍ, NSK, upplýsinga- og fjölmiðlafulltrúi, málþing/fyrirlestraröð.

6. október 2008
Skráningarkerfið, vitundarvakning um tilvist skráningarkerfisins, málþing/fyrirlestraröð, Heilsuhringurinn, leiga á skrifstofuaðstöðu.

12. júní 2008, stjórnarskiptafundur
Fundir vetrarins, skráningarkerfið og heimasíða BÍG