Til baka

Norðurlandaráð græðara

Nordisk Samarbejds Komité for ikke-konvensjonel medisin/terapi, NSK, var stofnað í mars 2000 og gengu Íslendingar í samtökin á þeim stofnfundi. Félag íslenskra nuddara var í forsvari og sóttu þennan fyrsta fund Ástríður Svava Magnúsdóttir og Guðmundur Skúli Stefánsson, bæði frá Félagi íslenskra nuddara. Stofnfundurinn var haldinn í Danmörku og var Íslendingum fengið það verkefni að koma á fót félagasamtökum fyrir allar óhefðbundnar meðferðir á Íslandi sem uppfylltu tilskildar menntunarkröfur.
NSK-ISL

Fyrsti samnorræni aðalfundurinn
Ísland fékk það verkefni að halda fyrsta aðalfund hinna norrænu samtaka, NSK, og var hann haldinn hér dagana 14.-15. október 2000. Ísland fékk einnig það verkefni að koma með tillögu um merki fyrir NSK og var tillagan samþykkt einróma á fundinum. Fundarmenn voru sammála um að fundurinn hefði verið til fyrirmyndar og að hann lofaði góðu um framhaldið.
Í tengslum við fyrsta aðalfund NSK var haldin einstaklega glæsileg og vel heppnuð ráðstefna sem samanstóð af vöru- og þjónustusýningu ásamt fjölda fyrirlestra, ráðstefnan var haldin í Heilbrigðisskólanum í Reykjavík, Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

Hvað er NSK?

Skýrsla Stjórnarfundar NSK í Brussel 30.nóvember - 1.desember 2012


Fulltrúar Íslands í NSK:

Guðrún Ólafsdóttir, aðalfulltrúi og Anne May Sæmndsdóttir, varafulltrúi

2010-2012
Anne May Sæmudsdóttir, aðalfulltrúi Íslands í NSK

2007-2010
Sigrún Sigurðardóttir, aðalfulltrúi, og Soffía Lára Karlsdóttir, varafulltrúi Íslands í NSK

2006-2007
Anna Birna Ragnarsdóttir, aðalfulltrúi, og Anne May Sæmundsdóttir, varafulltrúi Íslands í NSK

2005-2006
Anne May Sæmundsdóttir, aðalfulltrúi, og Sigrún Sigurðardóttir, varafulltrúi

2003-2005
Anne May Sæmundsdóttir, aðalfulltrúi, og Hallfríður María Pálsdóttir, varafulltrúi

2000-2003
Ástríður Svava Magnúsdóttir, Anne May Sæmundsdóttir, Birna Imsland og Guðmundur Skúli Stefánsson