Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi

ssoviSamband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi (SSOVÍ ) var stofnað árið 1997. Það er fagfélag þeirra sem lokið hafa námi í svæða- og viðbragðsmeðferð við Svæða- og viðbragðs-meðferðarskóla Íslands, sjá www.nudd.is. Aukaaðild hafa þeir sem lokið hafa námi í svæðameðferð og nemendur skólans, sbr. 2. grein laga SSOVÍ.

SOV fræðingar eru útskrifaðir frá Svæða- og viðbragðsmeðferðarskóla Íslands og eru með u.þ.b. 2ja ára nám að baki.

Samband svæða- og viðbragðsfræðinga á Íslandi er aðili að Bandalagi íslenskra græðara, BÍG, og geta fullgildir félagar SSOVÍ sótt um að vera skráðir græðarar og mega þá veita heilsutengda þjónustu skv. lögum um græðara sem samþykkt voru á Alþingi í maí 2005.

 Frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsins: www.svaedamedferd.isSvæðameðferð