Svæðameðferðafélag Íslands

Svæðameðferðarfélag Íslands SMFÍ, starfar ekki lengur, en hefur þó ekki enn verið lagt formlega niður.
Svæðameðferðarfélag ÍslandsSamtökin „Svæðameðferð og heilsuvernd“ voru stofnuð í nóvember árið 1977 og eru þau samtök forveri þeirra félaga sem starfrækt eru í dag. Nafnabreyting var gerð á félaginu árið 1981 og nefnt „Félagið svæðameðferð“ og stóð félagið fyrir fjölda námskeiða undir þessu nafni.

Svæðameðferðaskóli Íslands var stofnaður árið 1989 og útskrifaði hann tvo árganga áður en hann hætti starfsemi.

Svæðameðferðafélag Íslands er á Facebook.


Saga Svæðameðferðar

Svæðameðferð er ævagömul handiðn, sem er sögð hafa rætur að rekja til margra fornra menningarsamfélaga, þar má nefna Egypta, Kínverja, Indverja, Grikki og Indjána Norður Ameríku. Svæðanudd á rætur að rekja til aðferða lækna í Egyptalandi hinu forna. Á veggmyndum frá 2.300 f.Kr., sem fundust í grafhýsi egypska læknisins Ankhmahars í Sakkara, má sjá tvo lækna nudda fætur og hendur tveggja “sjúklinga”. Forn Kínverjar þróuðu svo þessa þrýstipunkta aðferð. Þeir komust að því að fætur eru næmasti líkamsparturinn og hefur að geyma mikil orkugefandi svæði.

Hvað er svæðameðferð ?

Svæðameðferð byggist á þeirri kenningu að í fótum og höndum séu viðbragðssvæði sem tengist og samsvari hverjum líkamshluta og hverju líffæri líkamans. Ef þessir líkamshlutar eða líffæri eru veikluð að einhverju leyti vegna álags, þreytu eða sjúkdóma, verða viðbragðssvæði þessi aum viðkomu. Þessi aumu svæði skilgreinast oft sem þykkildi, samanþjöppun af örsmáum ögnum eða einfaldlega sem spenna , sem þjálfaður meðferðaraðili getur numið.

Svæðameðferð er mjög áhrifa- og árangursrík meðferð sem virkjar lækningamátt líkamans sjálfs. Líkaminn vinnur “viðgerðarstörf” sín best í djúpri slökun sem svæðameðferð veitir. Þegar við erum hraust erum við orkumikil, en orkulítil þegar við erum of þreytt, undir of miklu álagi eða veik. Svæðameðferð eflir orkufæðið og blóðstreymið. Súrefnisupptakan í líkamanum verður eðlilegri og andlegt og líkamlegt atgerfi eykst. Þetta er meðferðarform sem vinnur heildrænt að jafnvægi