Frjálst skráningarkerfi græðara
Umsóknareyðublöð í skráningarkerfið má sækja með því að smella á tenglana hér fyrir neðan. Fyrir þá sem vilja láta skrá eitt fag skal einungis fylla út aðalumsókn (Umsokn1.pdf) og staðfestingu á lögum, siðareglum og notkun heilsufarsskýrslna (fylgiskjal-ums.pdf).
Prentið fylgiskjölin, sem eru á pdf-formi, fyllið þau út og sendið svo til formanns ykkar fagfélags sem safnar þeim saman og kemur þeim til stjórnar Bandalagsins, þar sem skráning fer fram.
Þeir sem vilja láta skrá fleiri en eitt fag fylla út umsókn um skráningu aukafags (Umsokn2.pdf) ásamt staðfestingu á lögum, siðareglum og notkun heilsufarsskýrslna (fylgiskjal-ums.pdf). Umsóknin um aukafag er svo send formanni viðkomandi fagfélags.
Áætlað er að skráning fari fram ársfjórðungslega og þurfa gögn að hafa borist bandalaginu frá aðildarfélögum fyrir 15. febrúar, 15. maí, 15. ágúst eða 15. nóvember. Sama máli gegnir um breytingar á upplýsingum um græðara sem þegar eru skráðir, en tekið er við beiðnum um breytingar á upplýsingum á netfangið skraning(hjá)big.is.
- Aðalumsókn um aðild að frjálsu skráningarkerfi græðara
- Umsókn um skráningu aukafags
-
Staðfesting á lögum og siðareglum og staðfesting á notkun heilsufarsskýrslu. Þetta blað á að fylgja með bæði aðalumsókn og einnig umsókn um skráningu aukafags.
-
Gjaldskrá fyrir skráningu í skráningarkerfið.