Stefna og markmið NSK

Markmið NSK:

Stuðla að samræmdri löggjöf fyrir þá sem stunda heildrænar meðferðartegundir (óhefðbundnar lækningar).

Samræmdar siðareglur og samræmdur staðall meðhöndlara á Norðurlöndum. Þessi staðall ætti að geta samræmst lögum ESB.

Samræmdur titill meðhöndlara og vinna að því að allir ábyrgir meðhöndlarar öðlist viðurkenningu og trúverðugleika í samfélaginu.

Vinna að auknum gæðum og þjónustu og skapa þannig meira öryggi fyrir skjólstæðinga og yfirvöld.

Stuðla að góðri samnorrænni grunnmenntun í heildrænum meðferðartegundum.

Að virðisaukaskattur verði felldur niður af heildrænum meðferðum alls staðar á Norðurlöndunum.

Styrkari staða meðhöndlara innan heilbrigðisgeirans og meðal almennings.

Við viljum:
Vera metin til jafns við „hefðbundnar“ lækningar (skolemedisin).
Geta vísað fólki í rannsóknir.
Geta vísað fólki á stofnanir og boðið upp á heildrænar meðferðir.
Geta unnið sjálfstætt og að fólk geti komið til okkar án tilvísunar læknis.

Íbúar Norðurlanda leita í æ ríkara mæli í heildræn meðferðarform til lausnar á heilsuvandamálum sínum. Þessi þróun hefur fylgt aukinni menntun og bættri þjónustu á þessu sviði.
NSK vinnur að aukinni samstöðu og samvinnu um grunnmenntun. Með auknum kröfum og samræmingu á menntun fagfólks verður námsmat á hliðstæðu námi markvissara á Norðurlöndum. Þannig verða gæði þjónustunnar einnig betur tryggð.
Okkar takmark er að koma á fót traustri samnorrænni grunnmenntun með sameiginlegum námstitli, svo og sameiginlegum siða- og starfsreglum.

Það er ósk okkar að rannsóknir á heildrænum meðferðarformum verði stórauknar á Norðurlöndunum og þannig sköpuð bætt skilyrði fyrir framhaldsmenntun á háskólastigi. Jafnframt þarf að tryggja betur lagaleg réttindi meðhöndlara.
Við vonumst til að þessi norræna samvinna geti orðið innblástur fyrir samvinnu allra Evrópulandanna á þessu sviði.

Fulltrúar eftirtalinna landssamtaka eiga sæti í NSK:

Svíþjóð: KAM, Komittén för Alternativ Medicin, www.kam.se
Noregur: NNH, Norske Naturterapeuters Hovedorganisasjon, www.nnh.no
Danmörk: LNS, Landsorganisationen Natursundhedsrådet, www.lnsnatur.dk
Finnland: LKL, Luonnonlääketieteeen Keskusliitto ry, www.lkl.net
Ísland: BÍG, Bandalag íslenskra græðara

YFIRLÝSING

GÆÐAVOTTUN Á ÓHEFÐBUNDINNI MEÐHÖNDLUN

1. Inngangur
Aukin notkun óhefðbundinna meðferða hefur dregið athygli hins opinbera, stjórnmálamanna og stjórnvalda að því hvernig óhefðbundni heilbrigðisgeirinn uppfyllir lágmarkskröfur varðandi menntun, skipulag, siðfræði og sjálfdæmi.

Á Norðurlöndum og í Evrópu almennt hafa fagfélög og regnhlífarsamtök hvers lands unnið við að setja fram kröfur um gæði og gæðatryggingu meðferða sem í boði eru innan óhefðbundna heilbrigðisgeirans.

Á Norðurlöndunum er mikilvægt að tryggja sameiginlegan staðal í þessum málum og að ná samkomulagi um markmið um aukin gæði á öllum sviðum.

Markmið þessarar yfirlýsingar er að benda á ýmis atriði og fastsetja nokkur markmið og staðfesta hversu langt við höfum náð.

2. Grunnmenntun
NSK hefur gert drög að framsetningu samræmdrar norrænnar grunnmenntunar og er sammála um að vísa á módel sem KAM í Svíþjóð hefur þróað sem æskilegt markmið fyrir öll norrænu löndin.

Hvert og eitt af norrænu löndunum hefur sínar eigin forsendur og mun þróa sína leið í takt við aðstæður heima fyrir, en módel KAM er lagt fram sem almennt markmið um lágmarkskröfur.

3. Menntun óhefðbundins meðhöndlara
Fyrir utan sameiginlegan grunn þarf menntun græðara að innihalda fastsettan tímafjölda kennslustunda fyrir hverja meðferðartegund, t.d. nálastungur, svæðameðferð, hómópatíu o.s.frv. Í módeli KAM kemur fram tímafjöldi fyrir hverja meðferðartegund.

Það þarf að vera markmið að þessi meðferðarform njóti gagnkvæmrar viðurkenningar að einhverju marki innan Norðurlandanna, þar sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ekki sett fram almennar reglur til að fara eftir.

4. Endurmenntun
Innan NSK eru menn á einu máli um að setja þurfi fram almennar kröfur um endurmenntun græðara. Hversu mikil hún þarf að vera er þó undir hverju fagfélagi komið.

5. Sameiginleg norræn viðurkenning á menntun
Það er markmið NSK að þessar viðurkenndu meðferðir séu samþykktar innan Norðurlandanna svo hægt sé að hafa sameiginlegan vinnumarkað fyrir græðara.

6. Fagfélögin
Það er markmið NSK að þau samtök óhefðbundinna meðhöndlara sem eiga aðild að NSK eða regnhlífarsamtök þeirra séu lýðræðislega skipulögð með gegnsærri uppbyggingu, til að koma í veg fyrir misnotkun.

7. Siðareglur
Það er markmið NSK að til séu lágmarkssiðareglur í aðildarsamtökunum. NSK hefur sett fram sínar siðareglur og mun tryggja að þær séu til staðar í siðareglum aðildarsamtakanna.

8. Kærur og málsmeðferð þeirra
Neytendur óhefðbundinna meðferða skulu hafa eðlilegan rétt til að leggja fram kvartanir um mistök, vöntun eða misnotkun meðferða. Hvert fagfélag eða regnhlífarsamtök sem tengjast NSK skal hafa reglur sem veita neytendum aðgang til að kvarta og veita viðkomandi meðhöndlara sem kvartað er yfir möguleika á að skýra út sín sjónarmið. Hvert fagfélag skal hafa óháða siðanefnd sem getur tekið mál til skoðunar og komist að niðurstöðu, sem geti falið í sér:
– frávísun kæru
– áminningu
– aðvörun
– brottvikningu úr fagfélagi annað hvort tímabundið eða endanlega
– tilkynningu til lögreglu- eða heilbrigðisyfirvalda

Gera þarf ráð fyrir áfrýjun, þannig að bæði kærandi og ákærði hafi möguleika á tveimur málsmeðferðum.

9. Trygging
Það er krafa NSK að allir meðhöndlarar sem tengjast fagfélögum NSK eða regnhlífarsamtökum séu tryggðir með starfsábyrgðartryggingu. Það er mikilvæg trygging fyrir neytandann og meðhöndlara sem sérhæfðan atvinnuhóp.

10. Meðferðarskýrsla
Það er krafa NSK að allir meðhöndlarar sem tengjast samtökunum noti meðferðarskýrslu við vinnu sína. NSK mun stuðla að því að þróa sameiginlega grunnskýrslu fyrir Norðurlöndin.

11. Árangursmat og rannsóknir
NSK mun leitast við að koma á árangursmælingum innan hvers meðferðarforms sem taki til tegundar meðferðar, sjúkdóms og/eða sjúklingahópa. NSK mun hvetja til þess að setja í gang rannsóknir til að skrásetja og staðfesta jákvæðar niðurstöður meðferðar. NSK mun styrkja slíkar rannsóknir og vinna með einkaaðilum og opinberum aðilum til að stuðla að framgangi þeirra.

12. Skrásetning
NSK mun styðja uppsetningu á skráningu meðhöndlara í hverju Norðurlandanna, þar sem gengið verði út frá sjálfstæðri skráningu meðhöndlara eftir fagfélögum, en ekki í þeim tilgangi að verða hluti af hinu opinbera heilbrigðiskerfi.

Skráningarkerfi ætti að innihalda þau atriði sem eru talin upp hér að ofan.

Samþykkt, Reykjavík, 6. apríl 2003

YFIRLÝSING 2

GÆÐATRYGGING

Ályktun NSK – Nordiska Samarbetskommittén för icke-konventionell medicin.

NSK eru norræn samstarfssamtök og samanstanda af mismunandi fagfélögum hefðbundinna og óhefðbundinna meðhöndlara á öllum Norðurlöndunum.

NSK staðhæfir að norrænar þjóðir nýta sér í síauknum mæli óhefðbundnar meðhöndlanir til að fyrirbyggja og leysa heilsufarsvandamál.

NSK staðhæfir einnig að stjórnvöld á Norðurlöndum hafa áhuga á að koma á samstarfi við Meðferðarsamtök óhefðbundinna meðhöndlara til að tryggja gæði meðhöndlunarinnar fyrir almenning.

Norrænu meðferðarsamtökin innan NSK eru samtaka um mikilvægi þess að tryggja mikil gæði óhefðbundinnar meðhöndlunar. Skipulag sænsku samtakanna – KAM – er ágætt módel fyrir meðferðarsamtökin á hinum Norðurlöndunum.

Gæðin eru tryggð með því að :

  • Hafa sameiginlega hátt menntunarstig í grunnmenntun.
  • Hátt sameiginlegt menntunarstig í hverri grein meðhöndlunar.
  • Að gera háar siðferðiskröfur og tryggja góða starfshætti.
  • Að tryggja að almenningur sé varinn með því að hafa atvinnutryggingu.
  • Að stefna að sameiginlegri skráningu meðhöndlara sem uppfylla ofantaldar kröfur.
  • Að stefna að samræmingu innan Norðurlandanna og þannig að sameiginlegum vinnumarkaði fyrir hefðbundna og óhefðbundna meðhöndlara á svæðinu.

LNS – Landsorganisationen Natursundhetsrådet, Danmörku.
BÍG – Bandalag íslenskra græðara, Íslandi.
LKL – Luonnonlääketieteeen Keskusliitto ry, Finnlandi.
NNH – Norske Naturterapeuters Hovedorgansasjon, Noregi.
KAM – Kommittén för Alternativ Medicin, Svíþjóð.

Nánari upplýsingar gefur: Susanne Nordling, formaður NSK – Nordiska Samarbetskommittén för icke-konventionell medicin, GSM: + 46-(0)733-925868, Netfang: susanne.nordling(hjá)bredband.net. Veffang: ??