Organon, fagfélag hómópata

Organon logoOrganon, fagfélag hómópata, var stofnað árið 1999. Organon vinnur að framgangi faglegrar hómópatíu á Íslandi. Félagið stendur vörð um hagsmuni hómópata, hómópatanema og skjólstæðinga þeirra. Félagar í Organon hafa hlotið ábyrga og góða menntun. Þeir hafa skuldbundið sig til að starfa eftir lögum og síðareglum fagfélgsins.Allir, ungir sem aldnir, sjúkir sem heilbrigðir geta nýtt sér hómópatíu eina og sér eða samhliða annarri meðferð.Helsti kostur hómópatíunnar er að hægt er að stuðla að betri líðan jafnvel þótt einkenni séu ekki vel skilgreind eða falli ekki undir tiltekinn sjúkdóm.

Hómópatía er heildræn meðferð

Hómópatía er meðferð sem byggist á reglunni um að „líkt lækni líkt“. Grundvallarregla hómópatíu hefur verið þekkt síðan á tímum Hippókratesar hins gríska sem var uppi um 450 fyrir Krist og nefndur hefur verið faðir læknisfræðinnar. Hann gerði sér grein fyrir að það væru tvær leiðir til lækninga, leið andstæðna og leið hliðstæðna. Leið hliðstæðna er hómópatíska aðferðin.

Rúmlega þúsund árum seinna notaði Paracelsus, svissneskur efnafræðingur, sömu lækningaaðferð, grundvallaða á reglunni um að „líkt lækni líkt“.  Það var hins vegar ekki fyrr en á átjándu öld sem hómópatía eins og hún er stunduð í dag þróaðist fyrir tilstilli þýska læknisins og efnafræðingsins Dr.Samuel Hahnemann (1755-1843).Hómópatía hefur verið stunduð á Íslandi frá því á 19. öld og var séra Magnús Jónsson frá Grenjaðarstað einn af frumkvöðlunum hérlendis.

Árið 1993 stofnaði The College of Practical Homoeopathy (U.K.) Íslandsdeild skólans í þeim tilgangi að svara aukinni eftirspurn eftir námi í hómópatíu. Á Íslandi eru nú starfandi hómópatar sem eru útskrifaðir frá fjórum mismunandi skólum víðs vegar um Evrópu.

Hómópatísk meðferð vinnur vel með annari heildrænni meðferð sem og hefðbundinni læknismeðferð.  Hómópatísk meðferð getur verið vandasamt verk og ætti einungis að vera í höndum faglærðra hómópata.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu Organon, fagfélags hómópata.