- Rannsókn um „Áhrif höfuðbeina– og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein (2010)“ hófst í desember 2007 og lauk í ágúst 2010. Helstu niðurstöður gáfu vísbendingar um að CSR meðferðin stuðli að betri andlegri líðan og lini líkamlega verki.
- Læknablaðið (2010, 4.tbl.) birti grein um rannsókn á notkun óhefðbundinnar heilbrigðisþjónustu á Íslandi eftir félagsfræðingana Björgu Helgadóttur og Rúnar Vilhjálmsson, þar sem þau kynntu sér í hvaða mæli Íslendingar notfæra sér heildrænar meðferðir og hverjar skýringar þess séu.