NSK eru norræn samtök fólks sem vinnur við heildrænar meðferðir (óhefðbundnar lækningar). Í samtökunum sitja fulltrúar regnhlífasamtaka frá öllum Norðurlöndum á þessu sviði. Heiti samtakanna er Nordisk Samarbejds Komité for ikke-konventionell medisin/terapi (NSK).
Fulltrúar eftirtalinna landssamtaka eiga sæti í NSK:
Svíþjóð: KAM, Komittén för Alternativ Medicin
Noregur: NNH, Norske Naturterapeuters Hovedorganisasjon
Danmörk: LNS, Landsorganisationen Natursundhedsrådet
Finnland: LKL, Luonnonlääketieteeen Keskusliitto ry
Ísland: BÍG, Bandalag íslenskra græðara