Siðareglur Bandalags íslenskra græðara

Siðareglur þessar gilda fyrir fullgilda félaga í Bandalagi íslenskra græðara.
Tilgangur þeirra er að styrkja góða og ábyrga meðhöndlun fyrir þann skjólstæðing sem leitar eftir meðhöndlun hjá græðara, ásamt því að viðhalda faglegu sambandi milli græðara.

1.  Allir græðarar skulu vinna eftir gildandi lögum hvers tíma, í því landi sem   þeir vinna. Græðari skal ekki mismuna skjólstæðingum sínum vegna kynþátta, litarhátts, trúarbragða, þjóðernis, aldurs, kyns, kynhneigðar, sjúkdóma, fötlunar, stjórnmálaskoðunnar, þjóðfélagsstöðu eða annara fordóma.

2.  Græðari skal aðeins nota viðurkenndar aðferðir og tækni sem eru út frá fræðum, heimspeki, menntun og starfsreynslu sem hver græðari hefur menntun til. Græðara ber skylda til að vísa skjólstæðingum til annara meðhöndlara, læknis/spítala henti það betur.

3.  Græðari gefur engin loforð um lækningu.

4.  Græðari skal halda skýrslur yfir skjólstæðinga þar sem fram kemur, einkenni eða ástæða komu skjólstæðings, lýsing á meðhöndlun og niðurstöður að meðhöndlun lokinn.

5.  Græðari hefur þagnarskyldu og trúnað við skjólstæðinga sína og ber ávallt að sýna þeim virðingu og traust.

6.  Græðari skal stuðla að góðri samvinnu við aðra græðara og forðast illt umtal.

7.  Græðari skal gæta þess að særa ekki blygðunarsemi skjólstæðinga sinna, né eiga við þá náið samband.

8.  Græðara er óheimilt að vera undir áhrifum áfengis eða hverskonar vímuefna við meðhöndlun skjólstæðinga. Skjólstæðingur hefur rétt á að kvarta yfir græðara. Kvörtunin þarf að vera skrifleg og skal sendast til viðkomandi aðildarfélags og siðanefndar.

9.  Græðari hefur rétt á að kvarta yfir skjólstæðingi. Kvörtun þarf að vera skrifleg og sendast til siðanefndar viðkomandi aðildarfélags.

      10.  Græðari skal fara reglulega á skyndihjálparnámskeið og gæta þess                  að fylgja kröfum um uppfærslu á námi í skyndihjálp.