Félag heilsu- og lithimnufræðinga

Námið í Heilsu- og lithimnufræðum er kennt í Heilsumeistaraskólanum og er námstíminn þrjú ár. Nemendur útskrifast með Heilsumeistaradiplóma og Naturopathy Eyology Diploma. Heilsumeistari er því líka náttúrupati og sumir velja að nota það starfsheiti.

Heilsumeistarar læra fjölbreyttar leiðir til að bæta lífsstílsvenjur, byggja upp og viðhalda góðri heilsu á náttúrulegan hátt og í skólanum er lögð mikil áhersla á að nemendur prófi meðferðir á eigin skinni, ásamt því að leiðbeina skjólstæðingum undir leiðsögn kennara.

Að loknu námi gefst Heilsumeisturum kostur á að skrá sig í Guild of Naturopathic Iridologist (UK) og International Iridology Practitioner Association. Einnig eiga Heilsumeistarar kost á faglegri skráningu í samtök bandarískra grasalækna, American herbalist guild (AHG), að fenginni ákveðinni verklegri reynslu.

Hér má finna frekari upplýsingar um hvað felst í náminu.

Hér eru einnig upplýsingar um lithimnufræði og lithimnugreiningu.

Vefsíður þar sem hægt er að kynna sér lithimnufræði:

Formaður Félags heilsu- og lithimnufræðinga starfsárið 2021-2022:              Guðný Halla Gunnlaugsdóttir.