Rannsóknir

Rannsóknarvinna á áhrifum Höfuðbeina- og spjaldhryggjarmeðferðar með svæðameðferð (CSR) á líðan einstaklinga með krabbamein hófst í desember 2007 og lauk í ágúst 2010. Helstu niðurstöður gáfu vísbendingar um að CSR meðferðin stuðli að betri andlegri líðan og lini líkamlega verki. Vísbendingar eru um að meðferðin hafi meiri áhrif á andlega þætti, svo sem þunglyndi og kvíða sem eru algengar aukaverkanir krabbameinsmeðferða heldur en aukaverkanir á borð við ógleði.

Rannsóknarniðurstöður gefa vísbendingar um að CSR meðferð getur bætt liðan einstaklingsins, bæði andlega og líkamlega. Betri andleg líðan auðveldar einstaklingnum að takast á við erfið veikindi. Niðurstöður gefa jafnframt tilefni til frekari rannsókna um hvernig CSR meðferð geti verið fyrirbyggjandi til að viðhalda góðri heilsu innan sem utan heilbrigðiskerfisins. Aðalkostur meðferðarinnar er að hún er hættulaus, án aukaverkana og gefur djúpa slökun. Allir geta nýtt sér meðferðina óháð aldri.