Af stjórnarfundi NSK haldin 30. nóv–01. des 2012 í Brussel
Formaður: Susanne Nordling
Fundaritari: Erling Helmer Jensen
Stjórn NSK 2012
Formaður: Susanne Nordling, KAM
Ritari: Turid Jacobsen, NNH
Gjaldkeri: Erling Helmer Jensen, LNS,
External cashier is: Mogens Ehrich, LNS
Meðstjórnandi: Viveca Nylund, LKL
Meðstjórnandi: Anne-May Sæmundsdóttir, BIG
ECHAMP: (European Coalition on Homeopathic and Anthroposophic Medicinal Products) á ísl. (Evrópusamstarf um aðföng fyrir hómópatíu og mannspekilækningar)
Samkvæmt óformlegum upplýsingum um ECHAMP: Hafa þeir glímt við innanbúðar vandamál. Tveir stjórnendur störfuðu í mjög stuttan tíma en hafa nú yfirgefið stofnunina. Formaðurinn Nandt de Herdt vill draga úr þátttöku sinni en hefur átt í erfiðleikum með það. Þýska fyrirtækið Heel, sem hefur verið stærsta fyrirtækið sem er meðlimur, hefur hætt þátttöku í ECHAMP. ECHAMP hefur ekki boðið ECCH eða öðrum aukafélögum til Ársfundar í apríl síðastliðin tvö ár.
Staðan: Þetta mál verður tekið upp aftur í Stokkhólmi í okt. 2013.
WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin)
Ný stefnuskrá fyrir árin 2014-2023 eru til skoðunar í þriðja sinn um helgina á ráðstefnu í Hong Kong. Ábyrgðin á tillögunum hefur verið í höndum fimm manna hóps undir stjórn Torkel Falkenberg, sem er nýr forstjóri yfir hefðbundinni læknisfræði hjá WHO, Dr. Xiaoroui Zhang fyrrverandi forstjóri yfir hefðbundinni læknisfræði hjá WHO og tveir aðilar frá ráðgjafafyrirtæki í Kanada. Vinnuhópurinn nýtur nú ákveðnar góðvildar til að vinna náið með Margreth Chang yfirmanni WHO. Stefnan þarf að vera samþykkt í maí á þingi Alþjóða Heilbrigðismálastofnunarinnar í Genéve í Sviss. Gæti verið samþykkt 2013 en þó líklegra í maí 2014. Þessi nýja stefna WHO er áræðin og svarar betur hvernig hægt er að ná árangri í málaflokkinum.
Staðan: Verður tekið upp aftur í Stokkhólmi í okt. 2013
CAMbrella
Almenn ánægja var hjá þátttakendum sem tóku þátt í CAMbrella lokaráðstefnunni 29. Nóvember 2012 í Bavarian consulate nærri þinghúsi Evrópusambandsins. “The Road map for European CAM Research” eða á íslenskur “leiðarvísir fyrir rannsóknir á heildrænum meðferðum innan Evrópusambandsins” CAMbrella verkefninu er lokið með skýrslu. Skilaboðin frá fundinum eru að rannsóknir innan CAM á ísl. (heildrænar meðferðir) séu komnar til að vera.
Nýtt verkefni , EU Horizon 2020 er rammaáætlun varðandi rannsóknir og nýsköpun. Það sækir fé í Rannsóknaráætlun Evrópusambandsins sem nefnist FP8 og stendur yfir frá 2014-2020. Undirbúningur er nú þegar hafinn á Evrópuþingi.
Það lítur út fyrir að CAM (heildrænar meðferðir) verði áfram hluti af rannsóknarverkefnum Evrópusambandsins í framtíðinni (FP8) en CAMbrella hefur verið stærsta verkefnið varðandi rannsóknir innan CAM á tíma FP7 rannsóknaráætlunarinnar.
Hvert land getur farið inná www.cambrella.eu og skráð sig þannig fengið skilaboð þegar mismunandi hlutar skýrslunar eru tilbúnir.
Allir hlutar skýrslunar verða tilbúnir í apríl 2013. Hópur 2 frá NAFCAM, hafa nú þegar skilað skýrslu sinni um stöðu laga innan Evrópusambandsins.
FP er heiti yfir rannsóknaráætlun Evrópusambandsins. FP8 tekur við 2014-2020 af FP7. Staða: Þetta mál verður tekið upp í Stokkhólmi 2013.
Skýrslur landanna
Skýrsla Noregs
Saborg (sammenslutning av alternative behandlerorganisasjoner):
Mörg fagfélög hafa hætt aðild – áður voru þau um 20 en eru nú 12 eftir.
Margar ástæður liggja að baki: a. Fjárhagur b. Þau vilja ekki beigja sig undir kröfur Saborgs regnhlífasamtakanna þegar kemur að því að uppfylla faglegar kröfur í sambandi við kerfið um skráða græðara. c. Önnur félög vilja hærri menntunarkröfur. Þau 12 félög sem eftir eru vinna vel saman. Fimm manns sitja í framkvæmdaráði.
Aðaláherslurnar eru:
- Köfur yfirvalda varðandi opinbera skráningarkerfið. Það eru engar opinberar kröfur tengdar skráningarkerfinu Það veldur því að mörg lítil og fámenn fagfélög sækja um aðild. Þetta leiðir til þess að skráningarkerfið hefur misst trúverðugleika sinn meðal almennings. Ef þú ert ekki skráður verður þú að innheimta 25% virðisaukaskatt.
- Fjárhagslegur stuðningur frá ríkinu til að koma á fót almennri siðanefnd.
- Fá alla stjórnmálaflokka til að láta getið um heildrænar meðferðir í sínum stefnuskrám fyrir kostningarnar 2014.
- Saborg hefur haldið nokkra fundi með bæði stjórnmálaflokkum og yfirvöldum.
Rannsóknir:
NNH (Noregur) hefur í gegnum Saborg haldið nokkra fundi með Nafkam í Tromsö. Þau hafa gert samkomulag um að koma á fót nýrri skráningu þar sem meðferðaraðilar geta skráð heilsufarssögu skjólstæðinga sinna. Byggja þannig upp gagnabanka sem í framtíðinni gæti orðið nothæfur til rannsókna í tengslum við mismunandi sjúkdóma og frekari athugana.
Tillaga:
NSK gerir það að tillögu sinni að óska eftir að öll bandalögin á bak við NSK taki afstöðu til þess að gera NIFAB (nifab.no) í NAFKAM í Noregi að norrrænu- og alþjóðlegu upplýsingasetri.
Tillaga:
NSK ætti að skoða það að taka upp samstarf við Norðurlandaráð. Fyrrverandi heilbrigðisráðherra í Noregi Dagfinn Heoybroten, hefur verið nefndur sem mögulegur formaður í Norðurlandaráði.
Skýrsla Danmerkur
Samkvæmt eftirfarandi samþykkt geta heildrænir meðferðaraðilar í Danmörku nú tilkynnt formlega um heimsókn yfirvalda á starfsstöð þeirra.
OPIN LÍNA fyrir heildræna heilsugeirann
Heilsuráðið SR og LNS (tvö af þremur regnhlífarbandalögum í Danmörku) sendu í desember 2011 hvatningu og tilboð til félagsmanna sinna þar sem höfðað er til samábyrgðar allra að upplýsa um gang mála bæði úr fortíð og framtíðar varðandi eftirlitsheimsóknir yfirvalda á starfsstöðvar þeirra. Í janúar 2012 hefur SR og LNS ná til ALLRA meðferðaraðila, sem óska eftir að skrá ferli/framgang yfirvalda við eftirlit. Öllum upplýsingunum verður safnað saman í einn sameiginlegan reynslubanka. ”Það er von okkar að með þessu getum við haft áhrifa á með hvaða hætti eftirlit á vegum yfirvalda verður háttað í framtíðinni.” Heildræni meðferðaraðilinn getur valið að tilkynna heimsókn eftirlitsaðila beint eða prenta út spurningarlista, útfylla þá og senda til baka til SR eða LNS. Hægt er að lesa nánar um þetta framtak á heimasíðu LNS: http://www.lnsnatur.dk/hotline.shtml
Dómsmál sem nú eru í gangi í Danmörku varðandi fæðubótarefni
Sem eitt dæmi af mörgum skal hér sagt frá dómsmáli milli yfirvalda og eins meðlims í LNS.
Viðkomandi er ayurveda-meðhöndlari og hefur faglega og mikla sérþekkingu innan sinnar greinar. Í september 2012 var hann beðinn af Matvælastofnun og SRAB að draga til baka og eyða 6 mismunandi vörutegundum vegna jurtarinna Tribulus Terrestris, sem er velþekkt innan vísindafræðanna og oft notuð í bæði indversk og kínverks fæðubótarefni. Viðkomandi aðili hafði rétt fyrir áramótin 2011 fengið sekt uppá 30.000 dkr. Þrátt fyrir að hafa skilað inn vísindalegum staðfestingum varðandi efnin þá eru þeir pappírar taldir ófullnægjandi af þýskum lækni að nafni Mathias Schmidt frá fyrirtækinu Herbresearch. Þess vegna er dómsmál í undirbúningi. Einnig þykir athugavert að danski heilsuvörumarkaðurinn þurfi sjálfur að fjármagna eftirlitskerfi danskra yfirvalda yfir greininni.
Jafnframt verður lagalegi grunnurinn skoðaður varðandi að banna mörg fæðubótarefni og jurtir í Danmörku, þar sem það er í mótsögn með bæði dönsku Grunnlögin, ESB og WTO sem er samvinna sem danir eru skildugir til að fylgja. Hægt er að lesa meira um þetta á heimasíðu LNS.
Málinu var vísað frá 22. ágúst 2012 og vill LNS ásamt viðkomandi meðlimi senda kæru til UVVU (Ráð varðandi óáreiðanleika vísindalegar rannsókna sem heyrir undir Rannsóknir og Nýsköpun) vegna vísindamannsins Kirten Pilegaard. Farið yrði eftir leiðbeiningum sem gilda í þessum málaflokki sem ekki var farið alfarið eftir í fyrstu kærunni.
Svar til Matvælaeftirlitsins með tillögu að breyttum reglum um bætiefni.
LNS vill að unnið verði ný tillaga að reglum, þar sem það kemur skýrt fram að ráðlagður dagskammtur af vítamínum, ásamt inntöku af fjölvítamínum. Engin mörk eru fastsett, þar sem svona vörur eru þekktar fyrir og hafa sýnt sig að vera heilsubætandi. Sjá nánar á heimasíðu LNS.
LNS höfðar til danskra stjórnmálamanna í ESB og á danska þinginu – Mótmæli við tillögum að nýrri fæðubótarlöggjöf.
Við tökum fram að framkvæmd Evróputilskipunar um fæðubótarefni frá 2013 hefur breytingar í för með sér varðandi lyf, þegar óviðeigandi lág viðmið varðandi vítamín verða ekki virt. Þessari þróun á að bola burt og taka til endurskoðunar, annars verður það til þess að auka og verja lyfjanotkun, á kostnað bætiefna og notkunar jurta sem dregur úr notkun á þeim vegna illa ígrundaðrar löggjafar sem geta haft skelfilegar samfélagslegar afleiðingar í för með sér. Sjá nánar á heimasíðu LNS:
Lokun VIFAB (Rannsóknar- og upplýsingaseturs) var einn af dagskrárliðunum á fundinum í Brussel og málinu fylgt eftir frá fundinum í Kaupmannahöfn 2011.
Til stendur að fækka á lista heilsubætandi efna frá 44.000 til 220.
18.03.2012 höfðu fjögur dönsk regnhlífarsambönd samband við Lýðheilsu og Fæðuöryggisráðið innan Evrópusambandsins og áfrýjuðu tillögu að lögum (Næringar- og heilsureglugerð, NHCR; NO 1924/2006) frá 20. Mars 2012 og vildu stoppa gildistöku laganna. Hugmyndin kemur frá ANH (Alliance for Natural Helath) og vegna ráða frá MEP-meðlim. Hægt er að tala um hræðilega og ólýðræðislega þróun innan heilsulöggjafarinnar ef lögin verða að veruleika.
Raunveruleg dæmi varðandi löggjöf um heilsubætandi efni:
Þessi löggjöf gerir okkur erfitt fyrir að skilja á milli matvæla og lækningarjurta. Lækingajurtir eru jurtir, ef virk innihaldsefni eru talin geta linað eða fyrirbyggt sjúkdóma. Það er til félag sem hefur í merki sínu lækningarjurtir og grænmeti sem eru gamalkunnar lækningarjurtir. Matvælaeftirlitið sendi út kæru fyrir notkun á þessu grænmeti/ lækningarjurtum, vegna þess að félagið hafði hengt upp upplýsingar um gagnsemi þeirra.
Notkun á heildrænum meðferðum í Danmörku árið 2010.
26,3% hafa notað heildrænar meðferðir á árinu.
52,8% hafa notað heildrænar meðferðir einhverntímann á lífsleiðinni.
Hinn almenni notandi er kona á aldrinum 25-54 ára, sem hefur stutta eða millistigs framhaldsmenntun.
Vinsælasta meðferðarformið undanfarið ár er: Nudd, osteopati eða aðrar þrýstitækni aðferðir (18,8%); Nálastungur (7,1%); Svæðanudd (5,6%)
Heildrænir meðferðaraðilar – fjöldi þeirra, menntun og meðferðarform.
Tölurnar koma frá könnun sem var studd af VIFAB ”Könnun á framboði á heildrænum meðferðum í Danmörku” frá 2007.
Könnunin sýnir að það eru tæplega 2.700 starfandi heildrænir meðferðaraðilar í Danmörku.
Það svarar til ca. 50 heildrænna meðferðaraðila á hverja 100.000 dani. Tilsvarandi tölur fyrir fjölda starfandi lækna er 65 fyrir hverja 100.000 dani.
Skýrsla Svíþjóðar
Karolinska Stofunin hefur ráðið nýjan skólastjóra Anders Hamsten frá 1.1.2013. Martin Ingvar gaf kost á sér en fékk fá atkvæði. Martin Ingvar hefur síðan hafið störf hjá landsráði Stokkhólmsborgar með ábyrgð á Framtíðar heilsugæslu Stokkhólmsumdæmis. Hann mun samkvæmt upplýsingum halda stöðu professors í heildrænum meðferðum.
Innan KAM (Svíþjóð) eru aðeins tvö bandalög, SNS, með “Homeatriker” og “Medicinal Qigong” SNS hefur ákveðið að styðja ekki nýja bandalagið sem hópur fagfélaga hefur verið að vinna að frá 2010-2012, á þessari stundu hefur þetta nýja bandalag ekki verið stofnað formlega. Á meðan vinnur KAM (Svíþjóð) að nýju fyrirkomulagi innan KAM þar sem meðferðaraðilar geta orðið meðlimir beint án þátttöku fagfélags.
Nýju sjúklingalögin í Svíþjóð hafa breyst mikið vegna heimildar heilbrigðisstarfsfólks vegna úrskurðar Hæstaréttar frá 2012 greiða götur lyflæknis sem hafði notað hómópatíu reglulega. Hæstiréttur úrskurðaði að það væri í höndum Alþjóðarstjórnar heilbrigðis- og velferðarmála að sanna að aðferðin sem hann notaði hefði verið sjúklingnum hættuleg. Það er minnst á þetta í FP-7 (Rannsóknaráætlun ESB) CAMbrella WP 2 – Lögum og reglugerðum um heildrænar meðferðir (CAM) í Evrópu.
Skýrsla Finlands
LKL/CFN May 2012-Nov.2012
Aðal markmið LKL eru enn þau að hvetja eins marga meðferðaraðila og mögulegt er til þess að taka virkan þátt í starfi LKL, ásamt áframhaldandi starfi við að innleiða lögin. LKL setti fram drög að lögum þann 18.maí 2010 og hefur verið í samskiptum við ráðuneyti í nokkur skipti síðan. Þessi lög er mjög mikilvæg fyrir meðferðaraðila, neytendur og ríkið sjálft. Þingið hefur sett þetta mál á dagskrá og mun það verða tekið fyrir við þinglok.
Eins og áður hefur verið nefnt, vonar LKL að allir meðferðaraðilar verði meðlimir samtakanna við lok árs 2015. Um það bil 7000 sjálfstætt starfandi meðferðaraðilar eru í Finnlandi og þar af nær LKL til um 2000 meðferðaraðila eins og stendur.
Tvö dagblöð hafa tekið viðtöl við LKL um heilsdrænar meðferðir. Að auki hefur Lääkärilehti – sem er tímarit fyrir lækna – sett fram leiðbeiningar um það hvernig á að bregðast við fólki sem spyr um heildrænar meðferðir. Þeir leggja til að að læknar læri meira um hinar ýmsu meðferðir, svo þeir geti gefið sjúklingum sínum réttar upplýsingar. LKL var boðið að vera aðili að “Degi um siðareglur í heilbrigðiskerfinu” í Helsinki. Eitt af umræðuefnum dagsins voru heildrænar meðferðir.
LKL hefur haft fimm stjórnarfundi og einn Aðalfund. Mismunandi starfshópar hafa einnig fundað og átt samskipti sín á milli á e-mail. Sara Koho var kosin formaður á aðalfundinum.
Bók með leiðbeiningum fyrir meðferðaraðila er nú tilbúin og kemur til með að nýtast sérstaklega vel nýjum meðferðaraðilum. Ráðgefandi nefnd um Siðfræði byrjar einnig að starfa í byrjun næsta árs.
Sirpa Pietikäinen, þingmaður okkar á Evrópuþingi (MEP) var viðstödd fundinn og gaf okkur upplýsingar um það hvað er framundan í hóp er fjallar um heildrænar meðferðir (CAM interest group). Árið 2014 er kallað “ár ríkisborgarans” (ár einstaklingsins) og er eitt aðal markmið þessa árs að aðstoða fólk við að halda góðri heilsu með því að borða vel, stunda líkamsrækt, fá næga hvíld og þannig stuðla að fyrirbyggjandi heilbrigðisþjónustu.
Að auki eru ýmsar rannsóknir á heildrænum meðferðum mikilvægar, en þær þarf að framkvæma á annan hátt en vísindalegar rannsóknir eru gerðar. Evrópusambandið ætti að vera aðili að hefðbundnum rannsóknum. Það er mjög mikilvægt að halda úti fræðslu um heildrænar meðferðir, því það felst styrkur í þekkingu. Ef læknar eru meðvitaðir um meðferðirnar og fá þær upplýsingar frá sjúklingum sínum að þeir þiggi einnig heildræna meðferð, mun það koma sér vel fyrir alla aðila. Sirpa Pietikäinen minnti líka á það starf sem ANH (Alliance for natural health, www.anh-europe.org) og EPHA (European Public Helath Alliance, www.epha.org) sinna. Hún talaði um mikilvægi þess að vinna saman að því að vekja stjórnmálamenn til meðvitundar um þetta mikilvæga málefni, sem gefur fólki fresli til að taka sjálft ákvörðun er varðar heilsu þeirra.
Skýrsla Íslands
Skýrsla fyrir NSK fund í Brussel 2012.
Eftirfarandi mál hafa verið í brennidepli og verið ákveðin síðan síðasta skýrsla var gefin út:
Samstarf milli BÍG (Ísland) og Heilsustofnun NLFÍ. (Heilsubrú)
Náttúrulækningarfélag Íslands og nýlega ráðinn yfirlæknir HNLFÍ Haraldur Erlendsson tóku af skarið og buðu Skráðum græðurum í aðildarfélögum BÍG til samstarfs. Síðan í september 2012 hafa Skáðir græðarar boðið uppá meðferðir á HNLFÍ í Hveragerði, sem er í ca. 40 mín. akstursfjarðlægð frá Reykjavík.
Nefnd á vegum BÍG fyrir hönd Skráðra græðara hefur skipulagt þessa samvinnu milli BÍG og HNLFÍ www.hnlfi.is samstarfið kallast Heilsubrú.
Þetta samstarf er einungis fyrir Skráða græðara, HNLFÍ leggur til meðferðarherbergi og sundlaugina á Heilsustofnuninni. Ásamt aðgang að fyrirlestrasal fyrir fræðsluerindi. Til að byrja með verður einungis um að ræða meðhöndlun á laugardögum. Byrjað verður á kynningarfyrirlestri á föstudagskvöldinu. Í sambandi við þessa vinnu fá viðkomandi meðferðaraðilar herbergi til gistingar og hádegis og kvöldmat endurgjaldlaust.
Við vonum að þetta leiði til þess að fleiri heilsustofnanir eða endurhæfingarstofnanir á Íslandi óski einnig eftir svipuðu samstarfi, þar sem mismunandi fagaðilar vinni í teymi saman að sameiginlegum markmiðum.
Nefnd um innflutning.
Tveir fulltrúar frá BÍG munu sitja í nefnd á vegum Velferðaráðuneytisins sem mun fjalla um innflutning á ýmsu eins og jurtum og remedíum.
Niðurfelling á VSK fyrir Skráða græðara.
BÍG hefur fengið jákvæð viðbrögð við umsókn sinni um niðurfellingu á virðisaukaskatti fyrir Skráða græðara. Ríkisskattstjóri hefur nú þegar lagt umsókn BÍG fyrir fund hjá Velferðaráðuneytinu. Í dag eru 192 Skráður græðarar.
Tryggingar.
Guðrún Ólafsdóttir (Gigga) NSK-fulltrúi hefur aflað upplýsingar og skoðað tryggingarmál græðara hjá helstu tryggingarfélögum á Íslandi. Það sem hún hefur komist að, er að tryggður meðferðaraðili á íslenskri tryggingu, getur ekki notað sömu tryggingu þegar hann vinnur erlendis og þyrfti því að kaupa sér aðra tryggingu í viðkomandi landi þar sem hann hyggðist stunda störf. En meðferðaraðili tryggður hjá íslensku tryggingarfélagi, GETUR unnið hvar sem er í heiminum, svo framarlega sem starfsstöð hans er á Íslandi. Ekki má auglýsa sig erlendis og skjólstæðingarnir verða að hafa komið til meðferðaraðilans að eigin frumkvæði, hvort sem þeir komast í beint samband við meðferðaraðilann eða í gegnum vini, fjölskyldu eða nágranna.
Fjármál BÍG.
Það hefur verið mikil áskorun fyrir BÍG að eiga fyrir nauðsynlegum kostnaði við rekstur bandalagsins. Nýlega var tekin sú ákvörðun að hækka aðildargjöld til BÍG um 500 kr. á þessu ári fyrir hvern meðlim í aðildarfélagi og aðrar 500 kr. á næsta ári. Það hefur verið 1.500 kr. frá árinu 2000. Þetta gefur okkur 1.000 kr. aukningu á hvern meðlim sem kemur í áföngum næstu 2 árin.
Reglugerð um sjúkraskýrslur.
Nú sér fyrir endan á vinnu við reglugerð um sjúkraskýrslur sem verður lögð fyrir þing BÍG 8. maí 2013. Við vonum að reglugerðinni verði vel tekið og hún samþykkt bæði af félögum BÍG og Velferðarráðuneytinu.
Árlegt skyndihjálparnámskeið.
Sú ákvörðun hefur verið tekin frá síðustu skýrslu sem við sendum inn að bjóða uppá Skyndihjálparnámskeið fyrir græðara í samvinnu við Rauða kross Íslands.
Fyrir hönd BÍG.
Guðrún Ólafsdóttir, NSK fulltrúi
Anne May Meidell Sæmundsdóttir, varafulltrúi NSK
Fundir í framtíðinni:
Fundur 2014 á vegum NNH í Noregi haldinn í apríl eða september/október. Hugsanlegt að það verði alþjóðleg ráðstefna. Síðan áætlaður fundur 2015 eða 2016 hjá BÍG á Íslandi. Það ræðst að því hvort verður af þessari alþjóðlegu ráðstefnu.
Fundarlok.
Susanne Nordling Erling Helmer Jensen
Formaður CAM (Svíþjóð) og Ritari fundarins, LNS (Danmörk)
Formaður NSK
Viveca Nylund Turid Jakobsen
Stjórnarmaður LKL (Finnland) Stjórnarmaður, NNH (Noregi)
Guðrún Tinna Thorlacius ritari BÍG og Guðrún Ólafsdóttir NSK-fulltrúi BÍG og varamaður í stjórn BÍG þýddu fundargerðina úr ensku og Norðurlandamálunum.