Skýrsla WHO um náttúrulækningar

WHO-Logo_400x400-World-Health-OrganizationAlþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur gefið út stefnu sína hvað varðar heildrænar meðferðir á alþjóðavísu – WHO traditional medicine strategy: 2014-2023.

Í skýrslunni er meðal annars kveðið á um virka samvinnu heilbrigðisstétta og heilsutengdrar þjónustu, með tillögum um hvernig innleiða megi náttúrulækningar í almenna heilbrigðisþjónustu í aðildarríkjum.

Þar segir að náttúrulækningar séu mikilvægur og vanmetinn þáttur í heilbrigðisþjónustu og að mikil þörf sé á því að sannreyna enn frekar að þær meðferðir sem í boði eru, séu góðar, öruggar og árangursríkar. Þar segir einnig að það séu vaxandi sannanir fyrir því að náttúrulækningar bæti heilsu almennings. Fram kemur að margar þjóðir stefni að því að taka upp heildrænni stefnu í heilbrigðismálum og liður í því sé að veita almenningi betra aðgengi að heildrænum meðferðum og stuðla að virkri samvinnu.

Auknar sannanir eru fyrir því að náttúrulækningar dragi úr álagi á heilbrigðiskerfið og kostnaði við heilbrigðisþjónustu aðildarríkjanna.

Skýrslan er mjög ítarleg og margt áhugavert sem þar kemur fram. Ýmsar náttúrulegar aðferðir eru nefndar og meðal annars nefnt að um 100 milljónir Evrópubúa noti náttúrulækningar og um fimmtungur þeirra nota þær reglulega.

Hér má lesa skýrsluna frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO – endilega kynnið ykkur málin – skýrslan er á ensku.